Enski boltinn

Benitez hvetur sína menn til dáða

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur hvatt leikmenn sína til þess að gleyma hræðilegri byrjun liðsins á tímabilinu og mæta endurnærðir til leiks eftir landsleikjafríið

Man. City er næsta lið sem getur gert Liverpool skráveifu í deildinni og Benitez telur að sigur þar geti kveikt á liðinu.

„Við þurfum að breyta nokkrum litlum hlutum svo við verðum betri. Við tölum um það jákvæða en reynum að greina það neikvæða," sagði Spánverjinn.

„Við verðum að horfa á heildarmyndina. Við vitum að við höfum gert mistök og eigum í vandamálum en við erum samt nálægt því að klóra okkur út úr þessum vandræðum. Það mun allt breytast ef við vinnum 2-3 leiki í röð. Þá verður allt auðveldara.

„Kannski getum við byrjað tímabilið núna. Ef við vinnum City er ég viss um að við förum að sjá liðið spila eins og það á að gera," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×