Lífið

Pétur Ben til Evrópu

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben fer í tónleikaferð um Evrópu í febrúar.
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben fer í tónleikaferð um Evrópu í febrúar.
Pétur Ben er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu í febrúar. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna sjálfum mér. Það er búið að vera á stefnuskránni í svolítinn tíma en núna er að myndast gat,“ segir Pétur. Túrinn hefst 17. febrúar og stendur yfir til 4. mars. Förinni er heitið til Þýskalands, Hollands, Belgíu og Sviss, þar sem Pétur verður einn með kassagítarinn.

„Ég hlakka mikið til því ég hef bara túrað úti með bandi. Ég spilaði mikið einn á kassagítarinn hérna heima og þetta er skemmtilegur skóli. Þetta er svolítið opið „format“. Maður getur farið í allar áttir og breytt mikið til. En ég á eftir að sakna strákanna rosalega mikið,“ segir hann og á þar við hljómsveitina sem hefur spilað með honum.

Pétur vonast til að spila ný lög á tónleikaferðinni en þrjú ár eru liðin síðan fyrsta sólóplatan hans kom út við góðar undirtektir. „Núna er ég orðinn mjög spenntur að gera mitt eigið efni,“ segir hann og vonast eftir að ný plata líti dagsins ljós fyrir næsta sumar.

- fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.