Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Gunnar Örn Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 10:57 Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðisins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti frá upphafi mælinga á evrusvæðinu en slíkar mælingar hófust árið 1995. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi en niðurstaðan varð 0,1 prósenta samdráttur sem áður segir. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Gengi hlutabréfa og evrunnar hefur styrkst umtalsvert í dag eftir að hagvaxtartölurnar voru birtar og vonast sérfræðingar til þess að mesta kreppan sé yfirstaðin. Eftirspurn eftir evrópskum vörum er að aukast og björgunaraðgerðir evrópskra stjórnvalda ásamt mjög lágum vöxtum aðstoða verulega við endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er talið að aukið atvinnuleysi í álfunni muni draga úr neyslu almennings. „Það eru ansi góðar líkur á því að hagkerfi evrusvæðisins hafi nú náð lágmarki og það komi til með að verða hagvöxtur á næsta ársfjórðungi þar sem mörg önnur lönd munu fylgja Þjóðverjum og Frökkum út úr kreppunni," segir yfirhagfræðingur hjá ING Bank í Amsterdam. Hann telur þó að viðsnúningurinn gæti hugsanlega dregist á langinn. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðisins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti frá upphafi mælinga á evrusvæðinu en slíkar mælingar hófust árið 1995. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi en niðurstaðan varð 0,1 prósenta samdráttur sem áður segir. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Gengi hlutabréfa og evrunnar hefur styrkst umtalsvert í dag eftir að hagvaxtartölurnar voru birtar og vonast sérfræðingar til þess að mesta kreppan sé yfirstaðin. Eftirspurn eftir evrópskum vörum er að aukast og björgunaraðgerðir evrópskra stjórnvalda ásamt mjög lágum vöxtum aðstoða verulega við endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er talið að aukið atvinnuleysi í álfunni muni draga úr neyslu almennings. „Það eru ansi góðar líkur á því að hagkerfi evrusvæðisins hafi nú náð lágmarki og það komi til með að verða hagvöxtur á næsta ársfjórðungi þar sem mörg önnur lönd munu fylgja Þjóðverjum og Frökkum út úr kreppunni," segir yfirhagfræðingur hjá ING Bank í Amsterdam. Hann telur þó að viðsnúningurinn gæti hugsanlega dregist á langinn.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira