Grunnurinn gleymist Jón Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orkuöflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræðum sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngumálum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmætasköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögnunar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Lífeyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar framkvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbyggingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. IceSave, aðildarviðræður við Evrópusambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja viðreisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orkuöflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræðum sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngumálum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmætasköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögnunar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Lífeyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar framkvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar