NFL-deildin hefur ákveðið að setja útherjann Donte Stallworth í leikbann út leiktíðina. Hann mun þess utan ekki fá nein laun á þessu tímabili.
Stallworth varð manni að bana í sumar er hann keyrði á hann ölvaður undir stýri. Stallworth játaði brot sitt og þótti sleppa vel með 30 daga fangelsisdóm.
Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, sagði að hegðun Stallworth hefði sett ljótan blett á deildina og alla leikmenn deildarinnar.
Stallworth er á mála hjá Cleveland Browns en var áður hjá New England Patriots.