Nígeríustjórn skutlar bankastjórum bak við lás og slá 26. ágúst 2009 13:46 Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn. Nígerísk yfirvöld tóku fyrir skömmu yfir rekstur fimm banka í landinu og dældu jafnvirði nærri þrjúhundruð og fjörutíu milljarða íslenskra króna í þá til að forða þeim frá falli. Yfirstjórn þeirra allra var í heild sinni sett til hliðar. Nokkrir æðstu stjórnendur bankanna voru þegar settir í gæsluvarðhald. Tveir eru á flótta undan réttvísinni. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar nígerísku lögreglunnar, segir í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að í sumum tilvikum hafi lán verið veitt án þess að fyrir þeim væru fullnægjandi veð. Í sumum tilvikum hafi alls engin veð verið til staðar. Þá hafi gögn í lánaumsóknum verið fölsuð, peningaþvætti stundað í gegnum einhverja af bönkunum og brögðum beitt til að halda verðmati þeirra uppi. Yfirvöld birtu í síðustu viku lista yfir stærstu skuldunauta bankanna, þar voru fyrirtæki og auðjöfrar sem samanlagt skulduðu bönkunum fimm jafnvirði nærri sex hundruð og fimmtíu milljarða króna. Öllum var gefinn frestur til dagsins í gær til að gera upp skuldir sínar við þá ellegar yrði höfðað mál og fangelsisvist myndi blasa við. Fresturinn rann út í gærkvöldi. Yfirvöld segja að einhverjir hafi gert upp skuldir sínar en aðrir ekki. Sérsveitarmönnum hefur verið safnað saman í höfuðborginni og áhlaup á heimili og fyrirtæki munu í undirbúningi. Nokkrir á skuldaralistanum segjast ekki eiga heima þar og ætla í mál og krefjast lögbanns á aðgerðir lögreglu. Margir hafa keypt heilsíðuauglýsingar í nígerískum blöðum í morgun og sagst saklausir. Efnahagsbrotadeildin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa brugðist seint og illa við í spillingarmálum en nú ætli hún að ná vopnum sínum. Telja þó margir að aðgerðirnar nú séu full harkalegar og ólíklegt að þær skili tilætluðum árangri, það er að lánin fáist öll greidd til baka. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnahagsbrotadeild nígerísku lögreglunnar undirbýr nú málsókn gegn auðjöfrum í Afríkuríkinu sem nýttu ekki frest til dagsins í gær til að gera upp milljarðaskuldir sínar við fimm nígeríska banka sem stjórnvöld í landinu hafa tekið yfir til að forða þeim frá falli. Reglur um lánveitingar munu hafa verið brotnar og bankastjórnendum hefur mörgum verið stungið í steininn. Nígerísk yfirvöld tóku fyrir skömmu yfir rekstur fimm banka í landinu og dældu jafnvirði nærri þrjúhundruð og fjörutíu milljarða íslenskra króna í þá til að forða þeim frá falli. Yfirstjórn þeirra allra var í heild sinni sett til hliðar. Nokkrir æðstu stjórnendur bankanna voru þegar settir í gæsluvarðhald. Tveir eru á flótta undan réttvísinni. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar nígerísku lögreglunnar, segir í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að í sumum tilvikum hafi lán verið veitt án þess að fyrir þeim væru fullnægjandi veð. Í sumum tilvikum hafi alls engin veð verið til staðar. Þá hafi gögn í lánaumsóknum verið fölsuð, peningaþvætti stundað í gegnum einhverja af bönkunum og brögðum beitt til að halda verðmati þeirra uppi. Yfirvöld birtu í síðustu viku lista yfir stærstu skuldunauta bankanna, þar voru fyrirtæki og auðjöfrar sem samanlagt skulduðu bönkunum fimm jafnvirði nærri sex hundruð og fimmtíu milljarða króna. Öllum var gefinn frestur til dagsins í gær til að gera upp skuldir sínar við þá ellegar yrði höfðað mál og fangelsisvist myndi blasa við. Fresturinn rann út í gærkvöldi. Yfirvöld segja að einhverjir hafi gert upp skuldir sínar en aðrir ekki. Sérsveitarmönnum hefur verið safnað saman í höfuðborginni og áhlaup á heimili og fyrirtæki munu í undirbúningi. Nokkrir á skuldaralistanum segjast ekki eiga heima þar og ætla í mál og krefjast lögbanns á aðgerðir lögreglu. Margir hafa keypt heilsíðuauglýsingar í nígerískum blöðum í morgun og sagst saklausir. Efnahagsbrotadeildin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa brugðist seint og illa við í spillingarmálum en nú ætli hún að ná vopnum sínum. Telja þó margir að aðgerðirnar nú séu full harkalegar og ólíklegt að þær skili tilætluðum árangri, það er að lánin fáist öll greidd til baka.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira