Birgitta Jónsdóttir: Forseti hefði átt að grípa í taumana Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 26. ágúst 2009 15:22 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, til hægri. „Mér finnst náttúrulega ótækt að fólk stígi upp í pontu þegar það er búið að fá sér í glas. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. Hún er ekki ánægð með framgöngu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingar, sem nú hefur viðurkennt að hafa fengið sér léttvín með mat áður en hann flutti ræðu í þingsal. Hún tekur samt fram að hún hafi ekki verið viðstödd fundinn, en hafi séð ræðuhöldin eftir á. Hún segir ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á sér að þingmaðurinn er fulltrúi í fjárlaganefnd sem hafði Icesave til umfjöllunar og fólk hafi kannski átt von á því að fá frá honum skýrari vitnisburð en raun bar vitni. „En mér fannst hinir sem sátu í salnum ekkert skárri. Fólk sá í hvernig ástandi hann var. Manni finnst ekkert sniðugt að taka þetta svona langt." Birgitta segir að auðvitað beri þingforseta að gæta að því þegar svona mál kemur upp að gera eitthvað í málinu. „Forseti sussar á fólk fyrir að segja vítavert eða segja háttvirtur á rangan hátt, en svo kemst maður upp með að halda langa ræðu vel í glasi." Hún segir að hafi það einhverntíman verið til siðs að fá sér í glas á kvöldfundum, þá sé kominn tími til að breyta því - fólk geti þá fengið sér í glas eftir á. Aðspurð hvort hún telji það standa upp á þingmanninn að segja af sér, segir Birgitta svo ekki vera. „Mér finnst fólk hafa gert miklu alvarlegri hluti sem kalla á afsögn en það sem hann gerði." Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
„Mér finnst náttúrulega ótækt að fólk stígi upp í pontu þegar það er búið að fá sér í glas. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta er gert," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar. Hún er ekki ánægð með framgöngu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingar, sem nú hefur viðurkennt að hafa fengið sér léttvín með mat áður en hann flutti ræðu í þingsal. Hún tekur samt fram að hún hafi ekki verið viðstödd fundinn, en hafi séð ræðuhöldin eftir á. Hún segir ekki síst hafa farið fyrir brjóstið á sér að þingmaðurinn er fulltrúi í fjárlaganefnd sem hafði Icesave til umfjöllunar og fólk hafi kannski átt von á því að fá frá honum skýrari vitnisburð en raun bar vitni. „En mér fannst hinir sem sátu í salnum ekkert skárri. Fólk sá í hvernig ástandi hann var. Manni finnst ekkert sniðugt að taka þetta svona langt." Birgitta segir að auðvitað beri þingforseta að gæta að því þegar svona mál kemur upp að gera eitthvað í málinu. „Forseti sussar á fólk fyrir að segja vítavert eða segja háttvirtur á rangan hátt, en svo kemst maður upp með að halda langa ræðu vel í glasi." Hún segir að hafi það einhverntíman verið til siðs að fá sér í glas á kvöldfundum, þá sé kominn tími til að breyta því - fólk geti þá fengið sér í glas eftir á. Aðspurð hvort hún telji það standa upp á þingmanninn að segja af sér, segir Birgitta svo ekki vera. „Mér finnst fólk hafa gert miklu alvarlegri hluti sem kalla á afsögn en það sem hann gerði."
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira