17 Formúlu 1 mót á Stöð 2 Sport 6. febrúar 2009 11:04 Ný braut í Abu Dhani mun setja svip sinn á Formúlu 1 á Stöð 2 Sport. mynd: kappakstur.is Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins. Úrslit í meistaramótinu hafa ráðist með eins stigs mun í lokamótinu tvö síðustu ár. Eins og frægt varð í fyrra þá tryggði Lewis Hamilton sér titilinn í síðustu beygju, síðasta móts ársins. Mikið áhorf var á Formúluna í fyrra og 28% áhorf mældist á landsvísu á lokamótið í Brasilíu. Sautján mót eru á dagskrá í ár og lokamótið verður í Abi Dhabi að þessu sinni. en fyrsta mótið í Ástrallíu í lok mars. Mikið hefur verið lagt í brautina í Abu Dhabi sem liggur m.a. um hafnarsvæði og minnir um margt á brautina í Mónakó. Brautin er sögð sú dýrasta sem smíðuð hefur verið. Ýmsir þættir verða á undan beinum útsendingum frá tímatöku og kappakstri sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem upphitunarþættir verða fyrir tímabilið. Æfingar keppnisliða hefjast fyrir alvöru í næstu viku og mun stöðin skoða fjölmargar nýjungar sem hafa gjöbreytt keppnisbílunum í ár. Þá verður bryddað upp á tæknilegum útskýringum og ítarlegri tölfræði í þáttunum í ár. Einnig verður sett í gang keppni í ökuhermum í þáttum á fimmtudögum, sem mun ljúka með einvígi í síðasta mótinu. Sjá meira um Abu Dhabi brautina Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Undirbúningur fyrir væntanlegt keppnistímabil í Formúlu 1 er komiið á fulla ferð á Stöð 2 Sport. Miklar reglubreytingar FIA eiga jafna leikinn til muna og ný braut í lok ársins gæti sett sterkan svip á endasprett meistaramótsins. Úrslit í meistaramótinu hafa ráðist með eins stigs mun í lokamótinu tvö síðustu ár. Eins og frægt varð í fyrra þá tryggði Lewis Hamilton sér titilinn í síðustu beygju, síðasta móts ársins. Mikið áhorf var á Formúluna í fyrra og 28% áhorf mældist á landsvísu á lokamótið í Brasilíu. Sautján mót eru á dagskrá í ár og lokamótið verður í Abi Dhabi að þessu sinni. en fyrsta mótið í Ástrallíu í lok mars. Mikið hefur verið lagt í brautina í Abu Dhabi sem liggur m.a. um hafnarsvæði og minnir um margt á brautina í Mónakó. Brautin er sögð sú dýrasta sem smíðuð hefur verið. Ýmsir þættir verða á undan beinum útsendingum frá tímatöku og kappakstri sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport, auk þess sem upphitunarþættir verða fyrir tímabilið. Æfingar keppnisliða hefjast fyrir alvöru í næstu viku og mun stöðin skoða fjölmargar nýjungar sem hafa gjöbreytt keppnisbílunum í ár. Þá verður bryddað upp á tæknilegum útskýringum og ítarlegri tölfræði í þáttunum í ár. Einnig verður sett í gang keppni í ökuhermum í þáttum á fimmtudögum, sem mun ljúka með einvígi í síðasta mótinu. Sjá meira um Abu Dhabi brautina
Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira