Formúla 1

Fullskipað í öll Formúlu 1 lið

Sebastin Bourdais mun aka með Torro Rosso eins og í fyrra.
Sebastin Bourdais mun aka með Torro Rosso eins og í fyrra. mynd: kappakstur.is

Frakkinn Sebastian Bourdais var í morgun staðfestur sem ökumaður Torro Rosso. Þá er skipað í öll Formúlu 1 lið ársins, en Svisslendingurinn Sebastian Buemi verður nýliði hjá Torro Rosso.

Borudais hefur þurft að þola langa og taugatrekkjandi bið í vetur. Hann ók hjá Torro Rosso í fyrra með misgóðum árangri og yfirmenn hans voru ekki vissir um að hann hefði það sem til þarf.

En nýjar reglur og notkun sléttra kappakstursdekkja sem Bourdais þekkir vel úr bandarískum mótaröðum urðu til þess að Franz Tost tók þá ákvörðun að framlengja samning hans.

Þar með eru möguleikar Takuma Sato á endurkomu í Formúlu 1 úr sögunni. Hann ók áður með Super Aguri liðinu sem varð gjaldþrota. Bourdais var að vonum ánægður með samninginn.

"Þetta er búinn að vera erfiður vetur, en ég hlakka til að takast á við tímabilið og nýjar reglur Formúlunnar. Árið verður spennandi", sagði Bourdais.

Nánar um Bourdais








Fleiri fréttir

Sjá meira


×