Sport

Phelps í keppnisbann

NordicPhotos/GettyImages

Sundsambandið í Bandaríkjunum hefur sett landsliðsmanninn Michael Phelps í þriggja mánaða keppnisbann eftir að breska blaðið News of the World birti myndir af honum með hasspípu um síðustu helgi.

Phelps gerðist sekur um brot á reglum sambandsins sem eðlilega er ekki hrifið af eiturlyfjanotkun sundmanna sinna.

Í gær gaf hinn áttfaldi ÓL-meistari það út að hann væri ekki búinn að gera upp hug sinn varðandi þátttöku á næstu Ólympíuleikum.

Phelps er 23 ára en bann þetta kemur ekki í veg fyrir að hann geti undirbúið sig fyrir bandaríska meistaramótið sem fram fer þann 7. júlí, en þar er valið í landsliðið fyrir HM tveimur vikum síðar.


Tengdar fréttir

Phelps sleppur með skrekkinn

Hvorki Alþjóða ólympíunefndin né Ólympíunefnd Bandaríkjanna ætla sér að aðhafast nokkuð í hasspípuhneyksli sundkappans Michael Phelps.

Phelps baðst afsökunar

Michael Phelps hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að breska götublaðið News of the World birti í dag mynd sem sýnir hann sjúga á hasspípu.

Phelps myndaður með hasspípu

Enska götublaðið News of the World birtir í dag mynd af sundkappanum Michael Phelps þar sem hann er að sjúga á hasspípu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×