Papar neyddir til nafnabreytingar 6. febrúar 2009 08:00 „Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi," segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Hermannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa-bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í einhverju stríði," segir Vignir, bróðir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljómsveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljómsveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar." „Eysteinn trommari fékk einkaleyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur," segir Matti. Ekkert Papa-kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns," segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deildinni" - „Auðvitað flýtur svo eitthvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það," segir hann.- drg Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Hljómsveitin Papar er ákveðið vörumerki sem maður á hlut í að hafa byggt upp. Einn daginn fór ég að fá símtöl og var spurður hvort ég væri að syngja hér og þar. Ég vissi ekkert hvað var í gangi," segir Matthías Matthíasson, kenndur við Papa. Það sem var í gangi var að tveir stofnmeðlimir Papa, þeir Georg Ólafsson og Hermann Ingi Hermannsson (úr Logum) höfðu tekið upp á því að endurvekja Papa-bandið og voru farnir að spila. „Þeir komu bara með lögbann og við nenntum ekki að standa í einhverju stríði," segir Vignir, bróðir Georgs, sem var í Pöpum og er í endurvöktu útgáfunni. Hljómsveitin heitir því Hrafnar í dag. „Í sjálfu sér skiptir engu hvað hljómsveitir heita eins lengi og þær eru skemmtilegar." „Eysteinn trommari fékk einkaleyfi á Papa-nafnið og við lítum svo á að Papar sé ekki starfandi lengur," segir Matti. Ekkert Papa-kombakk er í spilunum. „Þetta hjá þeim er dálítið eins og ef Jón Ólafsson og Halli Þorsteins myndu byrja að spila sem Sálin hans Jóns míns," segir Matti. Hrafnar leikur á Rás 2 í dag kl. 11 og Vignir segir bandið vera í gamla rokkinu og „írsku deildinni" - „Auðvitað flýtur svo eitthvert Papa-efni með. Það er ekki hægt að banna manni að spila það," segir hann.- drg
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira