Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu Lincolnwood bankanum þar í landi í gær, en alls hafa 37 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári. Lincolnwood bankinn var hvorki stór né með mörg útibú.
Innistæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók yfir bankann.
Árið 2008 urðu 25 bankar gjaldþrota í Bandaríkjunum og þrír árið áður.
