Enski boltinn

Ancelotti: Sýndum hversu sterkan leikmannahóp við höfum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hafði ærna ástæðu til þess að vera glaður eftir sannfærandi 4-0 sigur liðs síns gegn Wolves á Brúnni í dag.

„Þetta var þægilegur sigur í dag og við erum greinilega að bæta okkar leik. Liðið lék mjög vel og spilaði með miklu sjálfstrausti," sagði Ancelotti.

Chelsea var án lykilmanna í leiknum í dag en það kom ekki að sök og Ancelotti gaf í skyn að Lundúnafélagið myndi jafnvel sleppa því að kaupa nýja leikmenn í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur.

„Við sýndum í þessum leik hversu sterkan leikmannahóp við höfum. Fólk er að tala við mig um hvað við gerum þegar við missum leikmenn í Afríkukeppnina en ég hef engar áhyggjur af því þar sem við erum með mjög sterkan leikmannahóp og eigum mikið af ungum leikmönnum sem geta tekið skrefið upp á við," sagði Ancelotti í leikslok í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×