Vextir af Icesave-láni 35 milljarðar á ári 6. júní 2009 05:15 Á Alþingi Hart hefur verið tekist á um Icesave og fleiri mál á Alþingi síðustu daga. Hefur þar reynt á þol Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra til svara. Fráttablaðið/Anton Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar í gær til að leiða málið til lykta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu fulltrúar í samninganefnd ríkisins sig með þessu tilboði vera komna á endastöð í viðræðunum. Annaðhvort yrði því tekið eða viðræðunum yrði slitið. Stjórnvöld vonast til að á þessum sjö árum takist að selja eignir Landsbankans upp í skuldirnar. Jóhanna Sigurðardóttir segir erlend matsfyrirtæki telja að eignirnar geti dugað fyrir 95 prósentum skuldarinnar, en svartsýnustu spár geri ráð fyrir að fjórðungur skuldarinnar lendi á Íslendingum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort það mat tekur aðeins tillit til upphaflegs höfuðstóls lánsins eða vaxta einnig. Það er tryggingasjóður innstæðueigenda sem tekur lánið, en vegna ríkisábyrgðarinnar þarf Alþingi að samþykkja lántökuna. Að árunum sjö liðnum skal lánið greiðast upp á næstu átta árum. Árlegir vextir munu í upphafi nema ríflega 35 milljörðum króna, en hafa ber í huga að þeir lækka með höfuðstólnum komi til þess að eignir verði seldar upp í skuldina á lánstímanum eins og líklegt er. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, kynnti utanríkismálanefnd og þingflokkum þessa tillögu að samkomulagi í gærmorgun. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina vegna málsins á Alþingi lungann úr gærdeginum. Hún krafðist þess að fallið yrði frá hefðbundinni dagskrá og fundi slitið svo unnt væri að taka málið til umræðu á þinginu. Steingrímur svaraði því til að Alþingi hefði fyrr á árinu veitt framkvæmdavaldinu umboð til að semja um málið, en að sjálfsögðu kæmi málið inn á borð þingsins þegar rætt yrði um ríkisábyrgðina og afstaða tekin til hennar. Stjórnarandstæðingum var mjög heitt í hamsi og þeir létu þung orð falla í garð stjórnarliða. Sérstaklega var það gagnrýnt að á kynningarfundi um samningaviðræðurnar fyrir þingflokkum fyrr um daginn hafi trúnaður verið áskilinn um efni viðræðnanna, en á sama tíma hefðu ráðherrar tjáð sig um efni þeirra í fjölmiðlum. Talað var um trúnaðarbrest, ógeðfellt leynimakk og pukur, blekkingar og landráð. stigur@frettabladid.is Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Íslenska ríkið mun ábyrgjast um 640 milljarða króna skuld til Breta vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við bresk yfirvöld. Lánið mun bera 5,5 prósenta vexti á ári, en hvorki þarf að greiða afborganir né vexti næstu sjö ár. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fékk fullt umboð ríkisstjórnarinnar í gær til að leiða málið til lykta. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins töldu fulltrúar í samninganefnd ríkisins sig með þessu tilboði vera komna á endastöð í viðræðunum. Annaðhvort yrði því tekið eða viðræðunum yrði slitið. Stjórnvöld vonast til að á þessum sjö árum takist að selja eignir Landsbankans upp í skuldirnar. Jóhanna Sigurðardóttir segir erlend matsfyrirtæki telja að eignirnar geti dugað fyrir 95 prósentum skuldarinnar, en svartsýnustu spár geri ráð fyrir að fjórðungur skuldarinnar lendi á Íslendingum. Ekki fékkst uppgefið í gær hvort það mat tekur aðeins tillit til upphaflegs höfuðstóls lánsins eða vaxta einnig. Það er tryggingasjóður innstæðueigenda sem tekur lánið, en vegna ríkisábyrgðarinnar þarf Alþingi að samþykkja lántökuna. Að árunum sjö liðnum skal lánið greiðast upp á næstu átta árum. Árlegir vextir munu í upphafi nema ríflega 35 milljörðum króna, en hafa ber í huga að þeir lækka með höfuðstólnum komi til þess að eignir verði seldar upp í skuldina á lánstímanum eins og líklegt er. Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, kynnti utanríkismálanefnd og þingflokkum þessa tillögu að samkomulagi í gærmorgun. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina vegna málsins á Alþingi lungann úr gærdeginum. Hún krafðist þess að fallið yrði frá hefðbundinni dagskrá og fundi slitið svo unnt væri að taka málið til umræðu á þinginu. Steingrímur svaraði því til að Alþingi hefði fyrr á árinu veitt framkvæmdavaldinu umboð til að semja um málið, en að sjálfsögðu kæmi málið inn á borð þingsins þegar rætt yrði um ríkisábyrgðina og afstaða tekin til hennar. Stjórnarandstæðingum var mjög heitt í hamsi og þeir létu þung orð falla í garð stjórnarliða. Sérstaklega var það gagnrýnt að á kynningarfundi um samningaviðræðurnar fyrir þingflokkum fyrr um daginn hafi trúnaður verið áskilinn um efni viðræðnanna, en á sama tíma hefðu ráðherrar tjáð sig um efni þeirra í fjölmiðlum. Talað var um trúnaðarbrest, ógeðfellt leynimakk og pukur, blekkingar og landráð. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira