Fótbolti

Maradona í tveggja mánaða bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

FIFA dæmdi í gær landsliðsþjálfara Argentínu, Diego Maradona, í tveggja mánaða bann og hann þarf einnig að greiða um 15 þúsund pund í sekt.

Bannið og sektina fær Maradona fyrir hegðun sína eftir leikinn gegn Úrúgvæ en hann fór þá nokkuð yfir strikið að mati margra. Ekki allra þó.

Bannið hefur eflaust ekki mikil áhrif á störf Maradona enda eru flest landsliðinu á leið í hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×