Lífið

Syrgir poppkónginn á Íslandi

Shmuley og Jackson Rabbíninn og poppkóngurinn koma til Oxford 2001. Shmuley var staddur á Íslandi þegar Jackson dó.Nordic Photos/Afp
Shmuley og Jackson Rabbíninn og poppkóngurinn koma til Oxford 2001. Shmuley var staddur á Íslandi þegar Jackson dó.Nordic Photos/Afp

„Þetta er búin að vera löng nótt, ég er búinn að vera í símanum frá því að fréttirnar bárust,“ segir Shmuley Boteach rabbíni, einn nánasti vinur poppkóngsins Michaels Jackson, í samtali við Fréttablaðið. Í viðtölum við erlenda fréttamiðla hefur Shmuley sagt að þetta sé amerískur harmleikur en honum hafi alltaf fundist eins og þetta yrðu örlög Jacksons, að deyja ungur.

Shmuley er staddur hér á landi í fríi með fjölskyldu sinni og hefur verið hér í tvo daga. Hann var staddur í bíl sínum þegar fréttirnar um sviplegt fráfall Jacksons bárust og greinir frá því á vefsíðu sinni að hann og fjölskyldan öll hafi fengið áfall. Tár hafi fallið í aftursætunum þegar börnin fengu að vita að Jackson væri farinn yfir móðuna miklu.

Shmuley og Jackson unnu saman að góðgerðarsamtökunum Heal the Kids. Frægur er fundurinn sem Shmuley skipulagði í Oxford 2001 með Jackson en þá fylltist svæðið af þúsundum aðdáenda sem vildu ólmir heyra goðið tala. Ræða Jacksons þótt hjartnæm og hrífandi en hann sagði meðal annars að hvert einasta mannsbarn ætti skilið að heyra sögu fyrir svefninn. Sumir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Shmuley hafi snúið baki við Jackson þegar hann var sakaður um að hafa áreitt börn á heimili sínu, Neverland, en rabbíninn hefur ávallt vísað því á bug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×