Sport

Roy Jones Jr. neitar að leggja hanskana á hilluna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Roy Jones Jr.
Roy Jones Jr. Nordic photos/AFP

Hnefaleikagoðsögnin Roy Jones Jr. er ekki af baki dottinn þó svo að hann sé ef til vill aðeins skugginn af sjálfum sér inni í hringnum núna miðað við hverning hann var þegar hann var upp á sitt besta.

Hinn fertugi fyrrum áttfaldi heimsmeistari mun mæta fyrrum ofur-millivigtarmeistaranum Jeff Lacy þann 15. ágúst næstkomandi og er fullur tilhlökkunar.

„Hvað get ég sagt, ég nýt þess að skemmta fólki. Ég held áfram vegna þess að guð gaf mér þessa hæfileika og ég verð að nýta þá. Af hverju er það þannig í hnefaleikum að ef þú tapar, þá allt í einu geturðu ekki neitt. Ég skil það ekki.

Ég hef aldrei skorast undan bardaga og það vita þeir sem hafa reynt að berjast við mig í gegnum tíðina. Ég berst við hvern sem er, hvenær sem er, hvar sem er," segir Jones á blaðamannafundi fyrir bardagann.

Jones tapaði síðast bardaga fyrir hinum ósigrandi Joe Calzaghe í lok árs í fyrra en það var hans fimmta tap á löngum atvinnumannaferli.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×