Innlent

Edda Heiðrún maður ársins hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni

Edda Heiðrún Backman.
Edda Heiðrún Backman. MYND/Anton

Edda Heiðrún Backman leikkona er maður ársins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilkynnt var um þetta fyrir stundu og sigraði Edda með yfirburðum. Kjörinu var skipt í tvennt en fyrst gat fólk farið inn á Vísi og kosið hvern sem er.

Í gær var síðan kosið á milli þeirra tíu sem flest atkvæði fengu. Útvarpsmennirnir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson slógu á þráðinn til Eddu og fluttu henni tíðindin. Edda Heiðrún sagðist þakka innilega fyrir nafnbótina og að hún líti á kjörið sem hvatningu til þess að halda áfram því starfi sem hún hóf á árinu.

Átakið Á rás með Grensás var skipulagt af Eddu Heiðrúnu en þá sameinuðust landsmenn um að safna peningum fyrir endurhæfingardeildina á Grensási. „Við erum í raun búin að taka fyrsta skrefið af tíu," segir Edda um átakið sem er rétt að byrja að hennar sögn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×