Margt hefur áunnist með Schengen-aðild 3. nóvember 2009 06:00 Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu á dögunum á þann veg að Ísland eigi að hætta þátttöku í Schengen og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Sagði Gylfi Þór Gíslason, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið á laugardag að Schengen-aðild hefði ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Einsýnt væri að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsrar farar fólks innan Schengen-svæðisins. Smári Sigurðsson bendir á að frjáls för sé ekki bundin við Schengen-svæðið. Hún hafi verið innleidd í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið auk þess sem hún hafi viðgengist á Norðurlöndunum í áratugi á grundvelli sérstaks samnings. Frjáls för fólks verði ekki stöðvuð nema Ísland segi sig úr margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir. Þá segir Smári að engin leið sé að skoða feril allra ferðamanna sem leggi leið sína til landsins og þaðan af síður að sigta þá út sem líklegir séu til að fremja afbrot. Efast hann að auki um að Íslendingar séu reiðubúnir til að standa í löngum biðröðum eftir vegabréfaskoðun í flughöfnunum í útlöndum, til að mynda í Kaupmannahöfn. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu á dögunum á þann veg að Ísland eigi að hætta þátttöku í Schengen og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Sagði Gylfi Þór Gíslason, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið á laugardag að Schengen-aðild hefði ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Einsýnt væri að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsrar farar fólks innan Schengen-svæðisins. Smári Sigurðsson bendir á að frjáls för sé ekki bundin við Schengen-svæðið. Hún hafi verið innleidd í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið auk þess sem hún hafi viðgengist á Norðurlöndunum í áratugi á grundvelli sérstaks samnings. Frjáls för fólks verði ekki stöðvuð nema Ísland segi sig úr margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir. Þá segir Smári að engin leið sé að skoða feril allra ferðamanna sem leggi leið sína til landsins og þaðan af síður að sigta þá út sem líklegir séu til að fremja afbrot. Efast hann að auki um að Íslendingar séu reiðubúnir til að standa í löngum biðröðum eftir vegabréfaskoðun í flughöfnunum í útlöndum, til að mynda í Kaupmannahöfn. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira