Enski boltinn

Maður játar að hafa stungið Davenport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Calum Davenport í leik með West Ham.
Calum Davenport í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

25 ára gamall Breti, Worrell Whitehurst, játaði í dag fyrir dómara að hafa stungið Calum Davenport, leikmann West Ham, og móður hans.

Davenport var stunginn í báða fótleggi en árásin átti sér stað á heimili móður hans. Davenport þurfti að gangast undir aðgerð á báðum fótum en árásármaðurinn er kærasti systur hans.

Samkvæmt frétt BBC um málið má Whitehurst eiga von á þungri refsingu vegna árásarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×