Sport

Johnny Tapia aftur á bak við lás og slá

Ómar Þorgeirsson skrifar
Johnny Tapia.
Johnny Tapia. Nordic photos/AFP

Fyrrum fimmfaldi WBO-heimsmeistarinn í létt fluguvigt í hnefaleikum Johnny Tapia er aftur kominn í fangelsi eftir að hafa brotið skilorð sitt.

Vandræðagemlingurinn Tapia var upphaflega dæmdur í fangelsi fyrir eignahald á kókaíni en hann hefur oft komist í kast við lögin undanfarin ár fyrir ýmis mál tengd eiturlyfjum og áfengi.

Hinn 42 ára gamli Tapia barðist síðasta bardaga sinn í janúar árið 2007 þegar hann vann Ilido Julio á stigum í heimabæ sínum í Nýju-Mexíkó.

Alls óvíst er með endurkomu Tapia í hringinn úr þessu en sonur hans, Johnny Tapia II, er nú farinn að halda uppi heiðri föður síns og barðist í fyrsta sinn í mars árið 2007.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×