Lífið

Heillaði allar stelpurnar - myndir

1500 konur mættu á árlegt Konukvöld Blómavals í Skútuvogi á fimmtudagskvöldið.
1500 konur mættu á árlegt Konukvöld Blómavals í Skútuvogi á fimmtudagskvöldið.

„Helgi Björns kom auðvitað sterkur inn enda algjör sjarmör. Hann heillar alltaf," sagði Svansí, eða Svanhildur Þórsteinsdóttir, sem var kynnir á árlegu konukvöldi í Blómaval, aðspurð hvernig til tókst.

„Þá var tískusýning frá versluninni Þrír smárar og sýndu fallegar stúlkur allt það nýjasta í tískunni fyrir dömurnar þessi jólin," segir Svansí.

Í næstu viku verða svo haldin konukvöld í Blómavali á Akureyri, Selfossi, Reykjanesbæ og Egilsstöðum. Viðtökurnar á landsbyggðinni hafa einnig verið mjög góðar þau tvö ár sem Blómaval hefur staðið fyrir konukvöldum þar.
„Stemningin var mjög góð og afslöppuð og svo var humarsúpan auðvitað meiriháttar en hún var í boði í byrjun kvöldsins. Það var metaðsókn á þetta konukvöld enda góðir afslættir af frábærum vörum í boði. Jólin eru svo sannarlega komin í Blómaval."

Meðfylgjandi má skoða myndir frá konukvöldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.