Innlent

Afgreitt í bullandi ágreiningi

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins.

Fyrr í dag afgreiddi meirihluti sérnefndar Alþingis, sem Valgerður Sverrisdóttir veitir forystu fyrir, frá sér stjórnarskrárfrumvarp. Málið gengur nú til annarrar umræðu í þinginu, sem að öllum líkindum fer fram á morgun, segir Birgir í tilkynningu sem ber yfirskriftina Hvernig á að breyta stjórnarskrá?

„Stjórnarskrárfrumvarp var síðast afgreitt í ágreiningi árið 1959 en þá stóð Framsóknarflokkurinn gegn kjördæmabreytingu og jöfnun atkvæðisréttar, sem hinir flokkarnir féllust á. Þar áður hafði ágreiningur verið um stjórnarskrárfrumvarp snemma á fjórða áratugnum og voru þá sömu aðstæður uppi með framsóknarmenn og jöfnun atkvæðisréttar. Aðrar stjórnarskrárbreytingar hafa frá þessum tíma verið afgreiddar með víðtækri pólitískri sátt og allir flokkar hafa staðið að þeim. "












Tengdar fréttir

Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta

Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar.

Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×