Fótbolti

Le hendin hans Henry - myndirnar ljúga ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það sést greinilega á endursýningum á marki Frakka að Henry tók boltann með hendinni.
Það sést greinilega á endursýningum á marki Frakka að Henry tók boltann með hendinni. Mynd/AFP

Frakkar komust í gær áfram á HM í Knattspyrnu í Suður Afríku næsta sumar þegar þeir tryggðu sér 1-1 jafntefli í framlengingu á móti Írum í seinni umspilsleik liðanna sem fram fór í París.

Jöfnunarmarkið sem kom Frökkum á HM var hinsvegar kolólöglegt og á myndunum í myndasafninu hér fyrir neðan má sjá greinilega sönnun þess að Thierry Henry tók boltann með hendinni áður en hann lagði upp mark Williams Gallas.

Thierry Henry viðurkenndi eftir leikinn að hann hafði tekið boltann með hendinni enda sást það líka greinilega í sjónvarpsupptökum frá leiknum. Sterk viðbrögð írsku leikmannanna virtust þó ekkert hreyfa við dómurum leiksins sem dæmdu markið gilt.

Samviskan var líka greinilega að naga Henry eftir leikinn og það var á nokkrum þessara mynda eins og hann hefði tapað leiknum. Írar voru að sjálfsögðu mjög ósáttir með niðurstöðu mála en ekkert verður þó að því að leikurinn verði endurtekinn.

Breskir fjölmiðlar hafa fjallað gríðarlega mikið um málið og kalla atvikið "Le Hand of god" eða Le hendi guðs en með því vitna þeir í handamarkið hans Diego Maradona sem átti stóran þátt í að slá Englendinga út úr átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986.



Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×