Lífið

Borgfirðingar sækja á

Böðvar Guðmundsson
Böðvar Guðmundsson

Stundum segja menn í ábyrgðarleysi að flest skáld landsins komi úr Borgarfjarðarhéraði: ekki skal deilt um það, en þessa dagana sitja þrír Borgfirðingar í efstu sætum metsölulista Pennans Eymundssonar.

Efst trónar Arnaldur Indriðason með nýja sögu sína af rannsóknarlögreglunni í Reykjavík en í kjölfar hans kemur Kristín Marja Baldursdóttir með nýja sögu. Í þriðja sæti er ævisaga Snorra Sturlusonar eftir Reykhyltinginn Óskar Guðmundsson, í fimmta sæti situr Böðvar Guðmundsson með nýja skáldsögu sína og í sjöunda sæti eru endurminningar Flosa Ólafssonar úr Kvosinni. Þessi þrir Borgfirðingar eru sem sagt vinsælir meðal þeirra sem teknir eru að kaupa bækur. Fjórða sætið skipar Ástandsbarn Camillu Läckberg, en það sjötta ornar Stefán Máni með spennusögu sína, Hyldýpið.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.