Sport

Ísland með næstflest gullverðlaun eftir fyrsta keppnisdag

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/Anton

Fyrsta keppnisdegi er lokið á Smáþjóðaleikunum í Kýpur og hafa íslensku keppendurnir farið vel af stað og eru nítján sinnum búnir að ná verðlaunapalli.

Heimamenn í Kýpur hafa oftast verið á verðlaunapalli eða þrjátíu og þrisvar og þar af talið eru tólf gullverðlaun.

Fyrir Ísland vann Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastið og setti leikjamet en  Jóhanna Ingadóttir sigraði í þrístökki og setti einnig leikjamet. Kári Steinn Karlsson vann 5000 metra hlaupið með yfirburðum og Bergur Ingi Pétursson vann sleggjukastið einnig nokkuð örugglega. Jón Ásgrímsson sigraði svo spjótkastkeppnina.

Þá stóð sundfólkið okkar heldur betur fyrir sínu og Ragnheiður Ragnarsdóttir setti mótsmet í 100 metra skriðsundi, Hrafnhildur Lúthersdóttir vann 200 metra fjórsundið en Erla Dögg Haraldsdóttir var önnur í greininni. Þá vann Sindri Þór Jakobsson í 200 metra flugsundi og setti glæsilegt Íslandsmet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×