Viðskipti erlent

Fyrirtæki Kevins Stanford skuldar skatti 30 milljónir

BMW 760i var ein af glæsikerrunum sem fyrirtæki Stanfords leigði út.
BMW 760i var ein af glæsikerrunum sem fyrirtæki Stanfords leigði út.

Fyrirtæki í eigu athafnamannsins Kevins Stanford, viðskiptafélaga Baugs og stórs skuldanautar í Kaupþing, er farið í þrot vegna rúmlega 30 milljóna skattaskuldar. Félagið sem um ræðir heitir Brookes Chauffeur Services og keyrði áður kóngana í smásöluverslun í London um borgina.

Stanford átti 80% hlut í Brookes en fátt hefur gengið upp hjá kappanum á undanförnum mánuðum. Hann átti hlut í verslunarkeðjunum Ghost og Mosaic sem báðar eruu gjaldþrota og var einnig fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþing. Þá var hann á meðal stærstu hluthafa Baugs en báðir þessir risar eru gjaldþrota.

Til að bæta gráu ofan á svart sætir Stanford rannsókn á Íslandi vegna viðskipta félags í hans eigu Trenvis Ltd og Kaupþing á skuldatryggingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×