Viðskipti erlent

Demantar eru ennþá bestu vinir kvenna

Kreppa eða ekki, hin sígilda kenning um að demantar séu bestu vinir kvenna stenst tímans tönn. Þetta leiðir ný könnun í ljós sem greint er frá á vefsíðunni e24.no.

Könnunin leiddi m.a. í ljós að 63% kvenna á aldrinum 18 til 34 ára vilja gjarnan fara í brjóstastækkanir og hlutfallið er 73% meðal kvenna á aldrinum 35 til 49 ára. Hinsvegar þegar báðir þessir aldurshópar voru spurðir hvort þeir vildu heldur fá demantsarmband eða brjóstastækkun voru aðeins 22% sem vildu betrumbæta baðstrandaútlit sitt fremur en eiga demantsarmband.

Þegar valmöguleikunum var still upp í forgangsröð kom í ljós að töluverður meirihluti kvenna velur demanta sem uppáhaldsgjöf en brjóstastækkanir eru í öðru sæti.

Og konur almennt virðast taka eignir fram yfir útlit í miklum meirihluta. Þannig leiddi könnunin í ljós að 90% þeirra vildu frekar eiga sumarhús í París en vera með kropp eins og Paris Hilton.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×