Formúla 1

Allt um Abu Dhabi í Rásmarkinu

Formúlu 1 ökumenn undirbúa sig af kappi fyrir fyrsta kappaksturinn í Abu Dhabi um helgina og í kvöld verður ítarleg umfjöllun um keppnina í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00.

Í þættinum verður sýnt frá heimkomu Jenson Button til Bretlands og rætt við hann um fyrsta meistaratitilinn. Einnig verður spjallað við Mark Webber, sigurvegara síðasta móts og Stefano Domenical um misjafnt gengi Ferrari á árinu.

Þá verður brautin og borgin Abu Dhabi skoðuð í kjölin í máli og myndum og einnig ný kappakstursbraut sem stendur til að reisa á Akureyri á næstu mánuðum. Í þættinum verður Hermann Leifsson gestur, en hann hefur búið og starfað í Abu Dhabi um árabil.

Einnig verður rætt við aðila sem vinnur að gerð teiknmynda um Formúlu 1 fyrir börn, sem selja á um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×