Lífið

Nornir mæta á Nasa

Nornirnar í Hrafnagyðjum ætla að gangu fylktu liði í hrekkjavökupartí Páls Óskars á Nasa.
Nornirnar í Hrafnagyðjum ætla að gangu fylktu liði í hrekkjavökupartí Páls Óskars á Nasa.

„Páll Óskar sagðist ætla að taka á móti okkur í anddyrinu. Hann sagðist ætla að gera eins vel við okkur og hægt væri og ég veit að hann bregst ekki,“ segir Sirrý Sigfúsdóttir spákona, eða Sirrý spá. Yfir tuttugu nornir í félagsskapnum Hrafnagyðjur ætla að mæta í fullum herklæðum í hrekkjavökupartí Páls Óskars Hjálmtýssonar á Nasa á laugardagskvöld. Þar munu þær vafalítið falla vel inn í hópinn enda eru gestir hvattir til að mæta í hrekkjavökubúningum í tilefni dagsins.

Klúbburinn Hrafnagyðjur var stofnaður í fyrra og telur hann um fjörutíu konur á öllum aldri. Þrisvar til fjórum sinnum á ári hittast þær, spá í spil og bolla og spjalla saman. „Við erum ekki allar spákonur en margar eru í andlegum málefnum og hafa brennandi áhuga á þeim,“ segir Sirrý.

Partíið á laugardaginn hefst heima hjá Sirrý, eða í sjálfu Nornasafninu. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.