Enski boltinn

Ferguson gagnrýnir hátt verðlag á leikmönnum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hefur gefið vísbendingar um að hann muni halda að sér höndum þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Ferguson segir að verðlag á leikmönnum sé út úr korti glórulaust og ætlar ekki að taka þátt í þessarri vitleysu.

„Ég er í raun í sömu stöðu og ég var í síðasta sumar. Það eru nokkrir áhugaverðir leikmenn þarna úti en þeir eru allir verðlagðir á 50 milljón pund og miðað við það verðlag þá sé ég ekki ástæðu til að kaupa," segir Ferguson.

United hefur verið orðað við marga leikmenn undanfarið og ber þar helst að nefna Angel Di Maria hjá Benfica og Jack Rodwell hjá Everton.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×