Viðskipti erlent

Björgólfur Thor meðal fórnarlamba fjársvikara í New York

Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni er Novator, í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, meðal fórnarlamba fjársvikarans Marc Dreier í New York.

Málaferlin gegn Marc Dreier eru hafin en hann er lögfræðingur og sakaður um að hafa svikið um 400 milljónir dollara, eða um 45 milljarða kr. frá ýmsum félögum og fjárfestingasjóðum í Bandaríkjunum.

Meðal þess sem kemur fram á Bloomberg er að Dreier tókst að fá tvo vogunarsjóði til að lána sér yfir 100 milljónir dollara með því að segja þeim ranglega að hann væri að selja skuldabréf frá Sheldon Solow á undirverði.

Dreier sem er 58 ára gamall og með lögfræðigráður frá bæði Yale og Harvard er ákærður fyrir samsæri, fjársvik, verðbréfasvik o.fl. og gæti átt á hættu að fá 30 ára fangelsisdóm.

Fjársvik Dreier eru ekki eingöngu bundin við Bandaríkin því auk Novator er Concordia Advisors í London meðal fórnarlamba hans.

Í upphaflegum fréttum af málinu í desember s.l. kom fram að um er að ræða íslenskan fjárfestingarsjóð sem er í meirihlutaeigu Novators. Fram kom að tap sjóðsins gæti numið allt að 20 milljónum dollara eða rúmlega 2,1 milljarði kr..

Forráðamenn sjóðsins vilja ekki tjá sig um málið meðan á málaferlunum stendur.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×