Lífið

Í stíl við rómantískar jólamyndir

í skemmtilegum stíl Plaköt kvikmyndanna Holiday, Love Actually, og Desember eru í skemmtilega líkum stíl.
í skemmtilegum stíl Plaköt kvikmyndanna Holiday, Love Actually, og Desember eru í skemmtilega líkum stíl.

„Þetta er bara svo fín klassík. Kvikmyndaplaköt eru hálfgerðar hækur, þau eru svo stíf í formi,” segir Anna María Karlsdóttir hjá Ljósbandinu sem framleiðir kvikmyndina Desember en hún verður frumsýnd hinn 6. nóvember. Leikstjóri er Hilmar Oddsson en með aðalhlutverkin fara þau Tómas Lemarquis og Lovísa Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low.

Myndin er fyrsta íslenska rómantíska jólamyndin og plakatið hefur vakið töluverða athygli meðal kvikmyndanjörða. Þykir það vera nokkuð í stíl við erlendar rómantískar gamanmyndir á borð við Love Actually og Holiday og Anna María þrætir ekkert fyrir það. „Þarna er auðvitað hinn rauði litur jólanna og svona ljósir litir til að vega upp á móti skammdeginu.”

Anna María bendir jafnframt á að Desember sé merkileg fyrir margra sakir. Hún sé fyrsta myndin sem sé alfarið unnin á hér á landi. Hljóð, mynd, allur pakkinn.

„Kvikmyndagerðarbransinn hefur sýnt frábær viðbrögð við ástandinu um þessar mundir, hann er ekki eins og fótbrotinn fíll uppi í fjalli sem veit ekki hvernig hann á að komast niður. Það tók hann ekki nema átta mánuði að laga sig að breyttum aðstæðum í kjölfar efnahagshrunsins,“ segir Anna María.- fgg

Love Actually/Holiday/Plaköt





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.