Lífið

Andrew Lloyd Webber með krabbamein

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andrew Lloyd Webber hefur greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli. Mynd/ AFP.
Andrew Lloyd Webber hefur greinst með krabbamein í blöðurhálskirtli. Mynd/ AFP.
Tónskáldið Andrew Lloyd Webber hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli, að því er fram kemur á vef breska blaðsins Telegraph. Blaðið hefur eftir talsmanni Webbers að krabbameinið sé á byrjunarstigi.

Webber er 61 árs gamall. Hann hefur notið mikilla vinsælda bæði á West End og Broadway með söngleiki á borð við The Phantom of the Opera, Cats, Jesus Christ Superstar, Evita og fleiri verk.

Tónskáldið undirgengst nú krabbameinsmeðferð og í Telegraph segir að hann vonist til þess að verða kominn aftur til starfa fyrir árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.