Hugsjónin um Evrópu Oddný Sturludóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifa um Evrópumál skrifar 26. september 2009 06:00 Eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við siðferðislegt hrun í Evrópu. Álfan var í sárum og ljóst var að hörmungar tveggja styrjalda máttu ekki endurtaka sig. Sjö árum eftir styrjaldarlok var Kol- og stálbandalag Evrópu stofnað. Markmið þess var að útiloka að þjóðir Evrópu gætu vígbúist gegn hver annarri. Þá voru sex þjóðir aðilar að bandalaginu. Í dag eru 27 Evrópulönd aðilar að Evrópusambandinu og friður hefur ríkt meðal þeirra frá styrjaldarlokum. Yfir 500 milljónir manna búa í Evrópusambandsríkjum, í 27 fullvalda ríkjum, sem hafa ákveðið að framselja fullveldi sitt í ákveðnum málum til sameiginlegra stofnana Evrópusambandsins. Helstu stofnanir þess eru: Leiðtogaráðið þar sem allir æðstu þjóðhöfðingjarnir sitja, ráðherraráðið, þar sem ráðherrar mismunandi málaflokka sitja, framkvæmdastjórnin þar sem hvert ríki á einn framkvæmdastjóra á ákveðnu sviði og svo þingið. Lýðræðisþróunin síðustu ár hefur styrkt mjög stöðu þingsins og raunar er það svo að allir stórir sáttmálar sem hafa verið samþykktir síðan árið 1986 hafa stóraukið völd þingsins. Smáríki hafa hlutfallslega meira vægi atkvæða í ráðherraráðinu og rík hefð er fyrir því innan Evrópusambandsins að taka tillit til sjónarmiða allra aðildarlanda, stórra sem smárra. Það sem er þó mikilvægast í allri umræðu um Evrópusambandið og virkni þess er sú staðreynd að í 85% tilvika eru mál afgreidd án ágreinings. Þar skiptir miklu tilurð sambandsins sem friðarbandalags Evrópu og samhljómur og samstaða eru því ofar öllu.Árangur samstarfs EvrópuþjóðaSigríður Ingibjörg IngadóttirÁ síðastliðnum 15 árum hafa 25.000 Íslendingar þegið styrki og verið þátttakendur í evrópsku samstarfi á sviðum mennta, vísinda, nýsköpunar og æskulýðsmála. Evrópusambandið er leiðandi í mennta- og nýsköpunarmálum þar sem opið samráð, skilgreind markmið og árangursmat eru lykilþættir. Evrópusambandsríkin eru ótvíræðir leiðtogar í loftslagsmálum. Skiptir þar mestu órofa samstaða Evrópusambandsríkja við ákvarðanatökuborð heimsins, sérstaklega gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2020 náist 20% samdráttur í kolefnislosun og að 20% orkunnar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í þessu starfi og er auk þess eitt örfárra Evrópuríkja sem státa af víðfeðmri, ósnortinni náttúru. Byggðastefna Evrópusambandsins er um margt nútímaleg og ólík því sem við þekkjum. Hún er hugsuð heildrænt, jafnt fyrir strjálbýli sem borgir, hún er ekki hugsuð á þeim núningsnótum að þéttbýli og dreifbýli séu keppinautar. Rúmlega þriðjungur fjárlaga Evrópusambandsins fer til byggðamála, til að jafna kjör íbúa álfunnar. Höfuðmarkmið byggðastefnunnar er samkeppnishæfni, atvinnusköpun og samstarf svæða. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en gott hefði verið að Íslendingar hefðu tamið sér góð vinnubrögð fyrr, nú þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram úr sér í nýbyggingum svo um munar. Samstarf sveitarfélaga er hér hinn mikli galdur og Íslendingar geta lært heilmikið í öguðum vinnubrögðum af öðrum Evrópuþjóðum. Endurheimtum fullveldiðÍslendingar hafa haft mikinn ávinning af alþjóðasamstarfi í gegnum tíðina með margvíslegu samstarfi á ótal sviðum. Við þurfum á alþjóðlegu samstarfi að halda, hér eftir sem hingað til, og það sem meira er um vert - við höfum heilmikið fram að færa á alþjóðavettvangi. Enginn er eyland og rödd Íslands í alþjóðasamfélaginu verður að heyrast. Við erum þjóð meðal þjóða og tökum okkur alvarleg sem slík. Evrópusambandið er ekki fullkomið, ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar, Alþingi Íslendinga eða Norðurlandaráð. En til þess að hafa áhrif á þróun mála í Evrópusambandinu, sem nú þegar hefur mikil áhrif á nær alla þætti íslensks samfélags, verðum við að bera höfuðið hátt og taka þátt. Við erum nú þegar aðilar að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og tökum því upp fjölda tilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög. En við höfum engin áhrif á gerð tilskipananna innan Evrópusambandsins því við stöndum fyrir utan. Við höfum því afsalað okkur fullveldi á ýmsum sviðum en með aðild að Evrópusambandinu værum við að endurheimta fullveldið. Við höfnum því að Ísland standi áfram á hliðarlínunni. Spilum heldur sóknarleik og verum virkir þátttakendur í bandalagi sem var stofnað af Evrópuþjóðum með frið, menningu og lífsgæði borgaranna að leiðarljósi. Verum stolt þjóð meðal þjóða. Oddný er borgarfulltrúi Samfylkingar og Sigríður alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við siðferðislegt hrun í Evrópu. Álfan var í sárum og ljóst var að hörmungar tveggja styrjalda máttu ekki endurtaka sig. Sjö árum eftir styrjaldarlok var Kol- og stálbandalag Evrópu stofnað. Markmið þess var að útiloka að þjóðir Evrópu gætu vígbúist gegn hver annarri. Þá voru sex þjóðir aðilar að bandalaginu. Í dag eru 27 Evrópulönd aðilar að Evrópusambandinu og friður hefur ríkt meðal þeirra frá styrjaldarlokum. Yfir 500 milljónir manna búa í Evrópusambandsríkjum, í 27 fullvalda ríkjum, sem hafa ákveðið að framselja fullveldi sitt í ákveðnum málum til sameiginlegra stofnana Evrópusambandsins. Helstu stofnanir þess eru: Leiðtogaráðið þar sem allir æðstu þjóðhöfðingjarnir sitja, ráðherraráðið, þar sem ráðherrar mismunandi málaflokka sitja, framkvæmdastjórnin þar sem hvert ríki á einn framkvæmdastjóra á ákveðnu sviði og svo þingið. Lýðræðisþróunin síðustu ár hefur styrkt mjög stöðu þingsins og raunar er það svo að allir stórir sáttmálar sem hafa verið samþykktir síðan árið 1986 hafa stóraukið völd þingsins. Smáríki hafa hlutfallslega meira vægi atkvæða í ráðherraráðinu og rík hefð er fyrir því innan Evrópusambandsins að taka tillit til sjónarmiða allra aðildarlanda, stórra sem smárra. Það sem er þó mikilvægast í allri umræðu um Evrópusambandið og virkni þess er sú staðreynd að í 85% tilvika eru mál afgreidd án ágreinings. Þar skiptir miklu tilurð sambandsins sem friðarbandalags Evrópu og samhljómur og samstaða eru því ofar öllu.Árangur samstarfs EvrópuþjóðaSigríður Ingibjörg IngadóttirÁ síðastliðnum 15 árum hafa 25.000 Íslendingar þegið styrki og verið þátttakendur í evrópsku samstarfi á sviðum mennta, vísinda, nýsköpunar og æskulýðsmála. Evrópusambandið er leiðandi í mennta- og nýsköpunarmálum þar sem opið samráð, skilgreind markmið og árangursmat eru lykilþættir. Evrópusambandsríkin eru ótvíræðir leiðtogar í loftslagsmálum. Skiptir þar mestu órofa samstaða Evrópusambandsríkja við ákvarðanatökuborð heimsins, sérstaklega gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2020 náist 20% samdráttur í kolefnislosun og að 20% orkunnar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í þessu starfi og er auk þess eitt örfárra Evrópuríkja sem státa af víðfeðmri, ósnortinni náttúru. Byggðastefna Evrópusambandsins er um margt nútímaleg og ólík því sem við þekkjum. Hún er hugsuð heildrænt, jafnt fyrir strjálbýli sem borgir, hún er ekki hugsuð á þeim núningsnótum að þéttbýli og dreifbýli séu keppinautar. Rúmlega þriðjungur fjárlaga Evrópusambandsins fer til byggðamála, til að jafna kjör íbúa álfunnar. Höfuðmarkmið byggðastefnunnar er samkeppnishæfni, atvinnusköpun og samstarf svæða. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en gott hefði verið að Íslendingar hefðu tamið sér góð vinnubrögð fyrr, nú þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram úr sér í nýbyggingum svo um munar. Samstarf sveitarfélaga er hér hinn mikli galdur og Íslendingar geta lært heilmikið í öguðum vinnubrögðum af öðrum Evrópuþjóðum. Endurheimtum fullveldiðÍslendingar hafa haft mikinn ávinning af alþjóðasamstarfi í gegnum tíðina með margvíslegu samstarfi á ótal sviðum. Við þurfum á alþjóðlegu samstarfi að halda, hér eftir sem hingað til, og það sem meira er um vert - við höfum heilmikið fram að færa á alþjóðavettvangi. Enginn er eyland og rödd Íslands í alþjóðasamfélaginu verður að heyrast. Við erum þjóð meðal þjóða og tökum okkur alvarleg sem slík. Evrópusambandið er ekki fullkomið, ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar, Alþingi Íslendinga eða Norðurlandaráð. En til þess að hafa áhrif á þróun mála í Evrópusambandinu, sem nú þegar hefur mikil áhrif á nær alla þætti íslensks samfélags, verðum við að bera höfuðið hátt og taka þátt. Við erum nú þegar aðilar að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og tökum því upp fjölda tilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög. En við höfum engin áhrif á gerð tilskipananna innan Evrópusambandsins því við stöndum fyrir utan. Við höfum því afsalað okkur fullveldi á ýmsum sviðum en með aðild að Evrópusambandinu værum við að endurheimta fullveldið. Við höfnum því að Ísland standi áfram á hliðarlínunni. Spilum heldur sóknarleik og verum virkir þátttakendur í bandalagi sem var stofnað af Evrópuþjóðum með frið, menningu og lífsgæði borgaranna að leiðarljósi. Verum stolt þjóð meðal þjóða. Oddný er borgarfulltrúi Samfylkingar og Sigríður alþingismaður.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun