Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn Sigurði Hilmari Ólasyni sem sat í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur í júní grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins. Brynjar Níelsson, verjandi Sigurðar, segir að hann hafi fengið bréf frá Ríkissaksóknara þess efnis.
Sigurður var einn þriggja manna sem grunaðir voru um að vera flæktir inn í málið. Lögreglan fór inn í fyrirtækið R. Sigmundsson í byrjun júní þar sem hann var stjórnamaður og handtók hann. Sigurður var svo látinn laus undir lok júní.