Viðskipti erlent

Harrison Ford tekjuhæstur karlleikara í heiminum

Hinn 66 ára gamli Harrison Ford reyndist vera tekjuhæstur karlleikara í heiminum á síðasta ári samkvæmt nýbirtum lista Forbes tímaritisins. Tekjur Ford reyndust 9 milljarðar kr., að mestu vegna nýjustu Indiana Jones myndarinnar Kingdom of the Crystalskull.

Næstu menn á listanum á eftir Ford eru þeir Adam Sandler og Will Smith. Tekjur Sandler á síðasta ári námu 7,6 milljörðum kr. en hann fékk þá upphæð að mestu fyrir myndirnar You Don´t Mess With The Zohan og Bedtime Stories. Tekjur Will Smith aftur á móti námu 6,2 milljörðum kr.

Jafnir í fjórða og fimmta sæti á tekjulistanum eru svo Eddie Murphy og Nicolas Cage en báðir þénuðu þeir 5,5 milljarða kr. á síðasta ári.

Aðrir á topp tíu listanum, með tæplega 4 milljarða kr. í tekjur eða meir eru þeir Tom Hanks, Tom Cruise, Jim Carry, Brad Pitt og Johnny Depp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×