109 kíló af fíkniefnum komu með skútunni 20. apríl 2009 10:33 Hluti fíkniefnanna á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun. MYND/PJETUR Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir Íslendingar og einn Hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri. Talið er að mennirnir sem handteknir voru í landi í gær hafi farið á gúmmíbát frá Djúpavogi til móts við skútuna og náð í fíkniefnin. Einn mannanna var handtekinn til móts við Höfn í Hornafirði með fíkniefnin en hinir tveir í annarri bifreið á leið til Egilsstaða. Í kjölfarið hófst leit að skútunni og fann flugvél Landhelgisgæslunnar skútuna um 65 sjómílur frá Færeyjum. Varðskip Landhelgisgæslunnar sigldi síðan skútuna uppi og fóru menn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra um borð og handtóku mennina sem veittu ekki mótspyrnu við handtökuna. Nú siglir skútan undir eigin vélarafli til landsins og er búist við henni hingað til lands á morgun. Rannsókn á málinu hafði staðið yfir í nokkurntíma en aðgerðirnar í gær báru fljótt að að sögn lögreglu. Skútan var skráð í Belgíu en ekki er hægt að greina að svo stöddu frá því hvaðan mennirnir voru að koma. Ljóst er að Hollendingurinn hefur áður komið til Íslands. Helmingurinn af efnunum er hvítt efni, amfetamín eða kókaín, og töluvert magn er af maríjúana. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að aðgerðir lögreglu upp á síðkastið hafi borið árangur því ekki hafi sést svo mikið magn af maríjúana lengi. Mennirnir þrír sem handteknir voru í landi í gær vegna málsins eru frá Selfossi og Hveragerði. Jónas Árni Lúðvíksson fæddur árið 1979, Pétur Kúld Pétursson fæddur árið 1981 og Halldór Hlíðar Bergmundsson fæddur árið 1977. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Papeyjarmálið Tengdar fréttir TÝR á leið til hafnar með mennina Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld. 20. apríl 2009 08:20 Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. 19. apríl 2009 18:13 Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan. 19. apríl 2009 22:00 Þrír menn handteknir um borð í skútunni Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför. 19. apríl 2009 23:23 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. 19. apríl 2009 17:44 Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þetta staðfestir lögreglan. 19. apríl 2009 16:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Á blaðamannafundi sem haldinn var á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fyrir stundu í tengslum við fíkniefnafund á Austurlandi í gærdag kom fram að lögreglan hafi upprætt um 109 kíló af fíkniefnum. Um var að ræða hass, maríjúana, amfetamín og einnig nokkur þúsund e-töflur. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír um borð í skútu sem sigldi með efnin hingað til lands, en þeir eru á leið til landsins. Þar voru tveir Íslendingar og einn Hollendingur. Einn mannanna er á þrítugsaldri og hinir tveir á fimmtugsaldri. Talið er að mennirnir sem handteknir voru í landi í gær hafi farið á gúmmíbát frá Djúpavogi til móts við skútuna og náð í fíkniefnin. Einn mannanna var handtekinn til móts við Höfn í Hornafirði með fíkniefnin en hinir tveir í annarri bifreið á leið til Egilsstaða. Í kjölfarið hófst leit að skútunni og fann flugvél Landhelgisgæslunnar skútuna um 65 sjómílur frá Færeyjum. Varðskip Landhelgisgæslunnar sigldi síðan skútuna uppi og fóru menn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra um borð og handtóku mennina sem veittu ekki mótspyrnu við handtökuna. Nú siglir skútan undir eigin vélarafli til landsins og er búist við henni hingað til lands á morgun. Rannsókn á málinu hafði staðið yfir í nokkurntíma en aðgerðirnar í gær báru fljótt að að sögn lögreglu. Skútan var skráð í Belgíu en ekki er hægt að greina að svo stöddu frá því hvaðan mennirnir voru að koma. Ljóst er að Hollendingurinn hefur áður komið til Íslands. Helmingurinn af efnunum er hvítt efni, amfetamín eða kókaín, og töluvert magn er af maríjúana. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir að aðgerðir lögreglu upp á síðkastið hafi borið árangur því ekki hafi sést svo mikið magn af maríjúana lengi. Mennirnir þrír sem handteknir voru í landi í gær vegna málsins eru frá Selfossi og Hveragerði. Jónas Árni Lúðvíksson fæddur árið 1979, Pétur Kúld Pétursson fæddur árið 1981 og Halldór Hlíðar Bergmundsson fæddur árið 1977. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður.
Papeyjarmálið Tengdar fréttir TÝR á leið til hafnar með mennina Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld. 20. apríl 2009 08:20 Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. 19. apríl 2009 18:13 Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan. 19. apríl 2009 22:00 Þrír menn handteknir um borð í skútunni Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför. 19. apríl 2009 23:23 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. 19. apríl 2009 17:44 Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þetta staðfestir lögreglan. 19. apríl 2009 16:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
TÝR á leið til hafnar með mennina Mennirnir þrír sem taknir voru um borð í skútunni sem notuð var í stærsta fíkniefnasmygli sögunnar í gær eru enn um borð í varðskipinu TÝ. Friðrik Smári Björgvinsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að skipið fari hægt yfir þar sem skútan er með í togi. Hann segir óljóst hvenær von sé á skipinu til hafnar en sennilega verði það ekki fyrr en seint í kvöld. 20. apríl 2009 08:20
Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. 19. apríl 2009 18:13
Grunaður eiturlyfjasmyglari í meðferð fyrir fjórum mánuðum Yngsti smyglarinn af þremur sem voru handteknir við Djúpavog og Hornafjörð í gær vegna gruns um tilraun til þess að smygla hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu, var í meðferð fyrir fjórum mánuðum síðan. 19. apríl 2009 22:00
Þrír menn handteknir um borð í skútunni Sérveitarmenn handtóku nú fyrir skömmu þrjá menn um borð í skútu fyrir austan land sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að flytja rúmlega 100 kíló af fíkniefnum til landsins. Varðskipið TÝR stöðvaði skútuna eftir langa eftirför. 19. apríl 2009 23:23
Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44
Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. 19. apríl 2009 17:44
Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot Þetta staðfestir lögreglan. 19. apríl 2009 16:54