Lífið

Semur fyrsta Facebook-lagið

Mummi hefur sent frá sér fyrsta Facebook-lagið. Það heitir Hver er statusinn hjá þér?
Mummi hefur sent frá sér fyrsta Facebook-lagið. Það heitir Hver er statusinn hjá þér?

„Ég er eins og aðrir. Ég kíki reglulega á Facebook og tékka á „statusnum“,“ segir Guðmundur Annas Árnason, eða Mummi, sem hefur gefið út nýtt lag um Facebook, Hver er statusinn hjá þér?

Mummi segist vera fyrsti Íslendingurinn til að gefa út lag um Facebook og er bara ansi ánægður með það. „Það eru allir að leika sér á Facebook og ég skildi aldrei að enginn var búinn að semja lag um það. Þegar ég fékk hugmyndina ákvað ég að drífa lagið í gegn áður en einhver annar færi að semja lag um Facebook,“ segir hann og bætir við að textinn hafi verið fljótur að fæðast.

„Það sem er svo auðvelt við að semja texta um Facbook er að þarna eru mörg orð og heiti sem fólk er að nota. Maður getur gripið þau á lofti og sniðið í kringum þau.“

Mummi er einnig söngvari í Klaufunum frá Selfossi og hefur gefið út með þeim tvær plötur. Sólóferill er þó eitthvað sem heillar hann og á næsta ári hefjast upptökur á nýju lagi í Stúdíó Sýrlandi sem mun fylgja eftir vinsældum Facebook-lagsins.

Þrátt fyrir að Mummi kíki öðru hverju á Facebook segist hann ekki eyða miklum tíma þar. Ástæðan er sú að hann rekur Kaffi Krús á Selfossi þar sem hann hefur í nógu að snúast. Þar hefur hann útbúið sérhannaðan Klaufamatseðill fyrir hvern og einn í hljómsveitinni sem gestir staðarins geta einnig pantað sér. Matseðillinn hefur heldur betur hitt í mark, enda hélt hann Klaufunum söddum og sælum er þeir skelltu sér í upptökuleiðangur til Nashville á síðasta ári. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.