Lífið

Íslenskar múffur á markaðinn

 Steinar Júlíusson bakar Meistaramúffur.Fréttablaðið/vilhelm
Steinar Júlíusson bakar Meistaramúffur.Fréttablaðið/vilhelm

Í kreppunni breytist margt. Fólk tekur sér nýja hluti fyrir hendur, kýlir jafnvel á að láta gamla drauma rætast. Eins og til dæmis Steinar Júlíusson. „Ég er menntaður grafískur hönnuður og var að vinna á auglýsingastofu,“ segir hann.

„Mér og öðrum var sagt upp á stofunni, svo ég byrjaði að vinna „frílans“ og er reyndar enn. Ég hef alltaf haft gaman af að baka, sérstaklega eftirrétti og sætabrauð. Því datt mér í hug að byrja að baka múffur og sjá til hvert það myndi leiða. Ég sé ekkert eftir því.“

Steinar segir möguleika múffunnar vannýtta á Íslandi. „Þetta er óplægður akur. Það eru meiri möguleikar í þessu en bara að baka súkkulaði- og karamellumúffur.“

Steinar bakar undir nafninu Meistaramúffur og selur enn sem komið er múffurnar sínar eingöngu á veitingahúsinu Karamba á Laugavegi 22.

„Þetta hefur gengið mjög vel. Það er góður fílingur fyrir þessu og fólk er að lýsa ánægju sinni með múffurnar á Facebook-síðunni. Ég byrjaði með bananamúffu með hnetu- og sykurtoppi en bláberjamúffan fylgdi á eftir. Það er „vegan“-múffa, bökuð úr spelthveiti og það eru engar dýraafurðir í henni. Væn og græn, sem sé. Stefnan er svo auðvitað að koma múffunum víðar, svo fleiri fái að njóta, en halda samt ákveðnum standard. Það er möst að múffunnar sé neytt með góðu kaffi.“- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.