Lífið

Jólamarkaður í Kjós

Jólastemning í Kjós. Heimamenn verða með framleiðsluvörur sínar á Aðfangamarkaðnum í Kjós í dag.
Jólastemning í Kjós. Heimamenn verða með framleiðsluvörur sínar á Aðfangamarkaðnum í Kjós í dag.

„Við hættum að kalla þetta jólamarkað og ákváðum að kalla þetta frekar Aðfangamarkað, þar sem fólk kemur og kaupir aðföng fyrir jólin,“ segir Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps. Aðfangamarkaðurinn fer fram í Félagsgarði í Kjós í milli klukkan 12 og 17, en þar munu heimamenn hafa framleiðsluvörur sínar á boðstólum og kvenfélagið sjá um veitingasölu. Þá verður einnig hægt að ná sér í jólatré inni í Hvalfirði.

„Það er mikil umferð upp í jólatrjáaskóginn í Kjós og þá er kjörið að fara á markaðinn í leiðinni,“ segir Sigurbjörn, en á boðstólum verður meðal annars, nautakjöt, tvíreykt hangikjöt, glingur úr horni, málverk, jólakort og ýmiss konar listmunir og nytjavara.

„Þetta var vel sótt í fyrra og hefur alltaf verið að aukast. Fleiri og fleiri úr sveitinni eru að bjóða sínar vörur og það er frábært að geta komið afurðinni til fólks svona beint frá bóndanum“.- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.