Fótbolti

FIFA neitar beiðni knattspyrnusambands Írlands um nýjan leik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Írar voru eðlilega brjálaðir út í dómarann eftir að mark William Gallas fékk að standa.
Írar voru eðlilega brjálaðir út í dómarann eftir að mark William Gallas fékk að standa. Nordic photos/AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar ákveðið að verða ekki við beiðni knattspyrnusambands Írlands um að seinni umspilsleikur Íra og Frakka verði spilaður á ný vegna dómaramistaka sem kostuðu Íra sigur í leiknum.

Umrædd dómaramistök áttu sér stað í framlengingu leiksins þegar Frakkinn Thierry Henry komst upp með að handleika knöttinn í tvígang áður en hann gaf stoðsendingu á sigurmarki William Gallas í leiknum.

Frakkar komust þar með á lokakeppni HM næsta sumar en Írar sitja eftir með sárt ennið.

„Það er engin möguleiki að leikurinn verði spilaður á ný. Ef FIFA myndi gera það þá myndi það valda algjörum glundroða í fótboltaheiminum," sagði ónefndur heimildarmaður innan raða FIFA í viðtali við BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×