Eldfjallagarður er samstarfsverkefni 20. nóvember 2009 06:00 Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðvarnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gestir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagígar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eldfjallagarður á Reykjansskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eldstöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjallagarður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila inn þeirra og utan. Gera þarf framsetninguna vel úr garði, heildstæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkar blaðagreinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hugmyndir að Reykjaneseldfjallagarði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúruverndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönnum Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjavegar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykjanesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litlum skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með samvinnu flestra þáverandi sveitarfélaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eldfjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að samvinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar