Fótbolti

Stuðningsmenn Sampdoria grátbiðja Cassano að fara ekki

Ómar Þorgeirsson skrifar
Antonio Cassano.
Antonio Cassano. Nordic photos/AFP

Stuðningsmenn Sampdoria fjölmenntu á æfingarvöll félagsins í gær til þess að afhenda stjörnuleikmanninum Antonio Cassano opið bréf eða stuðningsyfirlýsingu þar sem tiltekin eru tíu atriði yfir það af hverju leikmaðurinn ætti ekki að yfirgefa félagið.

Cassano brást illur við þegar baulað var á hann á meðan á 0-0 jafnteflisleik Sampdoria og Bari fór fram en leikurinn fór fram á heimavelli Samdoria. Cassano hótaði í framhaldinu að yfirgefa herbúðir félagsins.

Leikmaðurinn veitti bréfinu hins vegar viðtöku í gær og þakkaði fyrir sig en í bréfinu kom meðal annars fram að „stuðningsmennirnir væru hans fólk og þó svo að 100 hálfvitir væru að reyna að eyðileggja allt þá myndu 25.000 hjörtu alltaf slá í takt við hjarta hans."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×