Enski boltinn

Hughes: Mikilvægt að sýna góðan leik gegn Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester city er vongóður fyrir hádegisleik City og Liverpool á Anfield-leikvanginum á morgun.

Hughes sér leikinn sem kjörið tækifæri fyrir lið sitt til þess að sýna hvert það ætli sér að stefna.

„Við þurfum að ná góðum úrslitum til að undirstrika metnað okkar. Það er mikilvægt fyrir okkur að fara á erfiðan útivöll eins og Anfield og sýna góðan leik. Við gerðum það á Old Trafford þó svo að við höfum ekki náð í stig úr þeim leik.

Liverpool er búið að vera lengi vel í toppbaráttunni á Englandi og það er mikilvægt fyrir okkur að ná hagstæðum úrslitum þar vegna þess að Liverpool er eitt af þeim félögum sem við ætlum að reyna að enda fyrir ofan í stigatöflunni á þessu tímabili," segir Hughes í viðtali við breska fjölmiðla í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×