Enski boltinn

Gordon handleggsbrotinn - frá keppni í þrjá mánuði

Ómar Þorgeirsson skrifar
Craig Gordon.
Craig Gordon. Nordic photos/AFP

Sunderland hefur orðið fyrir áfalli þar sem staðfest hefur verið að markvörðurinn Craig Gordon verði frá vegna meiðsla í þrjá mánuði eftir að hann handleggsbrotnaði í leik gegn Tottenham á dögunum.

Gordon lenti þá í samstuði við framherjann Jermain Defoe sem endaði með áðurgreindum afleiðingum og knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland er eðlilega svekktur.

„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur og óheppnin virðist elta okkur núna þar sem þetta eru önnur alvarlega meiðslin sem við lendum á á síðustu vikum. Núna fá hins vegar varamarkverðirnir Marton Fulop og Trevor Carson tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr," segir Bruce í viðtali á opinberri heimasíðu Sunderland í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×