Handbolti

Valskonur komnar með þriggja stiga forskot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Úrsula Guðmundsdóttir skoraði 12 mörk úr 13 skotum í dag.
Anna Úrsula Guðmundsdóttir skoraði 12 mörk úr 13 skotum í dag. Mynd/Anton

Valur náði í dag þriggja stiga forskoti í N1 deild kvenna eftir 39 marka stórsigur á nýliðum Víkings, 13-52, í Víkinni. Valskonur sem hafa ekki tapað leik á tímabilinu eru með 18 stig en næstar þeim eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar með 15 stig.

Stjarnan á leik inni og Valur getur náð fimm stiga forskoti um næstu helgi þar sem Stjarnan spilar ekki næsta leik fyrir á næsta ári vegna þess að Florentina Stanciu er að spila með Rúmeníu á HM.

Valskonur gerðu því enn betur enn í fyrri leik liðanna en þann leik vann Valsliðið með 34 marka mun, 47-13. Víkingsliðið hefur tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og er eitt á botninum.

Línumenn Valsliðsin voru í miklu stuði en bæði Anna Úrsula Guðmundsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir skoruðu yfir tíu mörk. Anna Úrsúla skoraði 12 mörk úr 13 skotum og Hildigunnur var með 10 mörk úr 13 skotum.

Víkingur-Valur 13-52 (4-26)

Mörk Víkings: Guðríður Ósk Jónsdóttir 5, Kristín Jónsdóttir 2, María Karlsdóttir 2, Alexandra Kristjánsdóttir 1, Berglind Halldórsdóttir 1, Díana Nordbek 1, Jóhanna Þóra Guðbjörnsdóttir 1. Varin skot: Hugrún Lena Hansdóttir 9 (af 61)

Mörk Vals: Anna Úrsula Guðmundsdóttir 12, Hildigunnur Einarsdóttir 10, Íris Ásta Pétursdóttir 8, Arndís María Erlingsdóttir 6,

Ágústa Edda Björnsdóttir 4, Soffía Rut Gísladóttir 4, Rebekka Skúladóttir 2, Kolbrún Franklín 2, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2,

Elsa Rut Óðinsdóttir 2. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 12 (af 16), Sunneva Einarsdóttir 8 (af 17).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×