Fótbolti

Ólafur Ingi gengin til liðs við SønderjyskE

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi boðinn velkominn í SønderjyskE.
Ólafur Ingi boðinn velkominn í SønderjyskE. Mynd/www.soenderjyske.dk/

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmiðjumaður og fyrrum leikmaður sænska liðsins Helsingborg, hefur gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið SønderjyskE en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Samingur Ólafs Inga við sænska liðið Helsingborg rann út á dögunumog hann ákvað að ganga til liðs við Sölva Geir Ottesen og félaga í SønderjyskE sem eru í harðri baráttu í neðri hluta dönsku deildarinnar.

SønderjyskE verður fimmta félag Ólafs Inga á ferlinum en hann hóf ferillinn hjá Fylki, fór þaðan til Arsenal, þá til Brentford og svo til Helsingborg.

„Við erum mjög stoltir yfir því að Ólafur skuli hafa valið SønderjyskE framyfir önnur lið," sagði Jacob Gaxe Gregersen, Íþróttamálastjóri SønderjyskE á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×