Erlent

Fritzl gæti verið laus eftir 14 ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fritzl við réttarhöldin.
Fritzl við réttarhöldin.

Vissulega hafa austurrískir dómstólar dæmt Josef Fritzl til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka. Óvíst er þó að sú vistun verði í raun svo löng þar sem lögin gera ráð fyrir því að sýni Fritzl framför við geðlæknismeðferð megi færa hann til afplánunar í venjulegt fangelsi þar sem hann getur svo sótt um reynslulausn að liðnum 15 árum en sú regla gildir um lífstíðardóma í Austurríki.

Fritzl hefur þegar setið inni í tæpt ár svo þetta táknar að tæknilega gæti hann verið frjáls maður eftir 14 ár. Þessar vangaveltur eru þó á mörkum þess að vera raunhæfar. Fritzl verður 74 ára í apríl og hann yrði þá mögulega laus úr fangelsi 88 ára gamall endist honum aldur. Gert er ráð fyrir að Fritzl hefji afplánun sína á Mittersteig-geðsjúkrahúsinu í Vín í næstu viku. Hver veit svo hvað verður eftir 14 ár?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×