Lífið

Hataði kærastann

Segir frá Rihanna tjáði sig í fyrsta sinn um barsmíðarnar í viðtali við Diane Sawyer.
Segir frá Rihanna tjáði sig í fyrsta sinn um barsmíðarnar í viðtali við Diane Sawyer.

Söngkonan Rihanna rauf þögnina og ræddi um rifrildið við Chris Brown sem endaði samband þeirra í viðtali við Diane Sawyer. Rihanna hefur hingað til ekki tjáð sig um atvikið, en rifrildið endaði með því að Brown beitti hana líkamlegu ofbeldi.

„Ég barðist á móti með því að ýta honum í burt með fótunum. Við vorum ekki beint að rífast lengur. Ég óskaði þess aðeins að þessu mundi ljúka, mér blæddi og ég var orðin bólgin. Ég hefði ekki komist heim nema fótgangandi, í ballkjól og blóðug í framan. Ég vissi í raun ekki hvað ég átti að gera næst, ég var ekki með neitt plan," sagði söngkonan þegar hún rifjaði upp þetta örlagaríka kvöld.

Hún útskýrir að þrátt fyrir barsmíðarnar hafi hún snúið aftur til Browns en þrátt fyrir það hafi hún ekki getað fyrirgefið honum. „Ást mín blindaði mig og ég sá ekki aðstæðurnar í réttu ljósi. Líkamlegu örin hverfa og þá fer maður ósjálfrátt að ljúga að sjálfum sér. Ég hafði óbeit á honum en ég reyndi að fela það. En hann vissi þetta, hann spurði í sífellu hvort ég hataði hann og alltaf svaraði ég neitandi.

En ég hataði hann og allt við hann pirraði mig. Að lokum var ég komin með nóg."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.